Huggulegt á mömmumorgnum bókasafnsins

Mömmumorgun á bókasafninu 2012
Mömmumorgun á bókasafninu 2012

Eftir nokkurt hlé var ákveðið að bjóða aftur upp á mömmumorgna á bókasafninu í Þorlákshöfn.

Eftir nokkurt hlé var ákveðið að bjóða aftur upp á mömmumorgna á bókasafninu í Þorlákshöfn. Allir sem eru með ungviði eru velkomnir að mæta á mánudagsmorgnum á bókasafnið kl. 10-12 og stundum verður boðið upp á fræðslu eða erindi.

Á fyrsta mömmumorgninum eftir hlé mætti Sólrún Auðbertsdóttir og hélt erindi um ungbarnanudd. Meðfylgjandi myndir voru teknar við það tækifæri. 

X Loka
Var efnið á síðunni hjálplegt?