Hundaeigendur athugið

Sveitarfélagið vill vekja athygli á að í gildi er samþykkt um hundahald.  Mikilvægt er að hundaeigendur skrái hundinn það er gert inná www.olfus.is  Skylt er að sækja um skráningu hunds innan tveggja vikna frá því að hundur er tekinn á heimili.

Umsókninni þarf að fylgja mynd og staðfesting dýralæknis á að hundurinn hafi verið hreinsaður.

Undanþága til hundahalds er háð m.a. því skilyrði að hundurinn gangi aldrei laus á almannafæri innan skipulags þéttbýlis.

Við vitum að margir hundar eru óskráðir í Þorlákshöfn og viljum við hér með hvetja eigendur þeirra til að skrá þá hið fyrsta.

X Loka
Var efnið á síðunni hjálplegt?