Hverfaráð Hafnardaga tekin til starfa

Sendur hefur verið póstur til íbúa Ölfuss um ýmislegt í tengslum við bæjarhátíðina okkar Hafnardaga sem verða um sjómannadagshelgina

Sendur hefur verið póstur til íbúa Ölfuss um ýmislegt í tengslum við bæjarhátíðina okkar Hafnardaga sem verða um sjómannadagshelgina.

LEIKJADAGUR

Mánudaginn 28. maí (annan í Hvítasunnu) efna hverfaráðin ásamt skipuleggjendum til leikjadags.
Forskráningu þarf í brennó, strútabolta (bæði barna- og fullorðinslið), sápufótbolta (16 ára aldurstakmark). Bæði er hægt að skrá einstaklinga og lið. Skrá þarf þátttöku hjá Þrúði Sigurðardóttur í síma 664 6454 eða um netfangið kaffikella@simnet.is.

Ennfremur verður farið í reiptog yfir sundlaugina, kararóður, fatasund, street ball, stígvélakast og fleira.
Nánari upplýsingar um íþróttagreinarnar má finna á fésbókarsíðu Hafnardaga http://www.facebook.com/profile.php?id=100003862118692.
Leikjadeginum lýkur með sameiginlegu grilli þar sem íbúar eru hvattir til að mæta við íþróttahúsið með pylsur eða hamborgara.

Umsjónarmenn hverfa eru:

Gula hverfið (Búðir): Þorsteinn Ægir Þrastarson, Íris Hafþórsdóttir, Ólína Þorleifsdóttir og Anna Margrét Smáradóttir.
Rauða hverfið (Hraun og Byggðir):
Gústaf Ingvi Tryggvason, Hulda Gunnarsdóttir, Helena Helgadóttir og Anna Einarsdóttir.
Græna hverfið (Berg):
Árný Leifsdóttir, Sóley Einarsdóttir, Gyða Sigurðardóttir.
Bláa hverfið (Brautir):
Guðlaug Einarsdóttir, Gyða Steina Þorsteinsdóttir og Guðrún Sigurðardóttir.
Fjólubláir (dreifbýlið):
Hrönn Guðmundsdóttir.

MARKAÐUR

Handverks- og götumarkaður verður í Grunnskóla Þorlákshafnar bæði laugardag og sunnudag um Hafnardaga.  Ekkert kostar að taka þátt en skrá þarf þátttöku hjá Þrúði Sigurðardóttur í síma 664 6454 eða um netfangið kaffikella@simnet.is eða hjá menningarfulltrúa (8636390 eða barbara@olfus.is).

KAPPRÓÐUR     

Skráning í kappróður sem verður á sjómannadeginum er hjá Ásgeiri Guðmundssyni í síma 898 3196.

 SKREYTINGAR

Nú er tími til að draga fram skreytingarnar og er mælst til þess að búið sé að skreyta fyrir leikjadaginn.

Við hvetjum íbúa til að taka virkan þátt í starfi hverfaráðanna og í þeim skemmtilegu dögum sem framundan eru.

Þrúður Sigurðardóttir, framkvæmdastjóri og Barbara Guðnadóttir, menningarfulltrúi

 

X Loka
Var efnið á síðunni hjálplegt?