HVERNIG TÖKUM VIÐ Á MÓTI FERÐAMÖNNUM?

Ókeypis örnámskeið fyrir alla sem starfa við þjónustu í Ölfusi

Þjónustuklasi sem stofnaður var snemma á vordögum, efnir til námskeiðs til að leiðbeina þeim sem starfa í þjónustufyrirtækjum og stofnunum í Ölfusinu og bæta þannig þjónustu við ferðmenn.

Efnt verður til óformlegs námskeiðs mánudaginn 27. júní kl. 10-12 í Ráðhúskaffi í Þorlákshöfn 

Námskeiðið ber yfirskriftina HVERNIG TÖKUM VIÐ Á MÓTI FERÐAMÖNNUM? 

Miðlað verður ýmsum upplýsingum um ferðamennsku á Suðurlandi og í Ölfusinu,  farið yfir margvísleg praktísk atriði sem vert er að hafa í huga þegar tekið er á móti ferðamönnum og greint frá því hvað við getum miðlað til ferðamanna sem koma hingað, m.a. hvað hægt er að gera í Ölfusinu og í Þorlákshöfn, hvaða afþreying er í boði, hvað er áhugavert og fræðandi að skoða og hvar hægt er að nálgast upplýsingar um gistingu, tjaldstæði, veitingastaði og annað álíka.

Leiðbeinendur eru Davíð Samúelsson, framkvæmdastjóri markaðsstofu Suðurlands, Auður Björg Sigurjónsdóttir eða Helgi Pétursson frá Orkusýn og Barbara Guðnadóttir, menningarfulltrúi Ölfuss.

Allir þessir aðilar hafa mikla reynslu af að starfa í ferðaþjónustu og að taka á móti ferðamönnum, bæði íslenskum og erlendum.

Námskeiðið kostar ekkert og hentar bæði þeim sem eru að stíga sín fyrstu skref í starfi og þeim sem hafa viðameiri reynslu en vilja gjarnan rifja ýmis atriði upp, fá meiri innsýn í ferðabransann og auðvitað hitta aðra í sömu stöðu.

Nánari upplýsingar er hægt að fá hjá Barböru Guðnadóttur í síma 8636390.

X Loka
Var efnið á síðunni hjálplegt?