Í tilefni Heilsudaga mun Golfklúbbur Þorlákshafnar bjóða til golfveislu

 

Í tilefni Heilsudaga mun Golfklúbbur Þorlákshafnar bjóða til golfveislu

Mánudaginn 24. maí (annar í hvítasunnu) ætlum við í Golfklúbbi Þorlákshafnar að bjóða til golfveislu. Frí golfkennsla verður í boði fyrir byrjendur sem og lengra komna sem hefst kl. 11.00 og mun standa til 15.00. Kennt verður í tveimur hópum þar sem skipst verður á sveifluæfingum og æfingum í stutta spilinu. Fyrri lotan verður frá 11.00 – 12.30 og þá ætlum við að bjóða upp á grillaðar pylsur og smá fræðslu og halda svo áfram með kennsluna frá 13.30 – 15.00. Um kennsluna sjá Ástráður Þorgils Sigurðsson (PGA kennari) og Ingvar Jónsson (leiðbeinandi). Kylfur verða í boði fyrir þá sem ekki eiga.

X Loka
Var efnið á síðunni hjálplegt?