Íbúafundur vegna lagningar ljósleiðara í Þorlákshöfn

Merki Ölfuss
Merki Ölfuss
Íbúafundur
Þriðjudaginn 8. apríl kl. 20:00 verður haldinn íbúafundur í Versölum þar sem fulltrúar Gagnaveitunnar munu kynna verkefnið.

Á þessu ári mun Gagnaveita Reykjavíkur, í samstarfi við Sveitarfélagið Ölfus, leggja ljósleiðarakerfi sitt til þeirra heimila í Þorlákshöfn sem þess óska.  Á almennum íbúafundi, sem haldinn verður í Versölum, ráðhúsi Ölfuss þriðjudaginn 8. apríl kl. 20:00 til 21:00 munu fulltrúar Gagnaveitunnar kynna verkefnið, fyrirhugðar framkvæmdir og þá kosti sem íbúum býðst með fjarskiptaþjónustu um Ljósleiðarann.

Íbúar eru hvattir til að mæta og kynna sér þá þjónustu sem boðið er upp á.


F.h. Sveitarfélagsins Ölfuss
Gunnsteinn R. Ómarsson, bæjarstjóri


F.h. Gagnaveitu Reykjavíkur
Birgir Rafn Þráinsson, framkvæmdastjóri

 

X Loka
Var efnið á síðunni hjálplegt?