Íbúakönnun - atvinnustefna, þitt innlegg skiptir máli!

Kæru íbúar Ölfuss,

Við bjóðum þér að taka þátt í að móta framtíð atvinnulífsins í sveitarfélaginu okkar. Atvinnustefnan þarf að eiga rætur í nærumhverfinu þannig að hún endurspegli þarfir, áherslur og væntingar samfélagsins í heild. Frá ykkur viljum við safna saman hugmyndum og fá ólík sjónarhorn upp á yfirborðið. Innlegg þitt skiptir máli varðandi mótun stefnu og forgangsröðun verkefna. Það er okkar trú að með samvinnu og góðri þátttöku munum við gera leiðarvísir að blómlegu atvinnulífi, heilbrigðu umhverfi og sterku samfélagi.

Með vinarþeli,

Elliði Vignisson

 

Könnunin verður opin til 25. mars og er bæði hægt að taka hana á íslensku og ensku. Þar sem að um að ræða grunn að mikilvægri stefnumótunarvinnu hvetjum við ykkur til að gefa ykkur góðan tíma til að svara. Ef einhverjar spurningar vakna þá er velkomið að senda fyrirspurn á netfangið: pmj@olfuscluster.is

Hægt er að nálgast könnunina í gegnum eftirfarandi tengil: https://olfuscluster.is/starfid/atvinnustefna_ibuakonnun/

X Loka
Var efnið á síðunni hjálplegt?