Íbúakosning hefst laugardaginn 18.maí 2024

Sveitarfélagið Ölfus hefur auglýst íbúakosningu um skipulagstillögur vegna mölunarverksmiðju og hafnar í Keflavík við Þorlákshöfn á grundvelli 107. gr. sveitarstjórnarlaga.

Skv. reglugerð um íbúakosningar nr. 922/2023 skal kosningin standa yfir í 2 vikur og hefst hún því formlega laugardaginn 18.maí 2024.

Þann dag verður opið á bæjarskrifstofunni (Ráðhúsi Ölfuss) frá kl. 10:00-13:00 en að öðru leyti verður opnunin sú sama og opnunartími bæjarskrifstofunnar, þ.e. frá kl. 09:00-16:00 mánud. - fimmtud. og frá kl. 09:00-13:00 á föstudögum.

Kosningin verður opin út laugardaginn 1.júní nk. og verður hægt að kjósa samhliða forsetakosningunum í Versölum, Ráðhúsi Ölfuss, Hafnarbergi 1 frá kl. 9:00-22:00 þann dag.

Hægt er að fletta upp í rafrænni kjörskrá á vefslóðinni Hvar á ég að kjósa? | Þjóðskrá (skra.is).

Kjósendur eru minntir á að mæta með persónuskilríki á kjörstað.

 

X Loka
Var efnið á síðunni hjálplegt?