Íbúar Ölfus athugið!

Íbúar Ölfus athugið!

Sveitarfélagið Ölfus biður íbúa um að ganga vel um jarðvegstippinn okkar.

Undanfarið hefur borið á því að einhverjir eru að henda timbri, járni og plasti á jarðvegstippinn okkar
Það á EKKI að setja þarna timbur, járn eða plast. Það á að fara með það á gámasvæðið við Hafnarskeið.
Við viljum vinsamlegast biðja þann aðila sem „gleymdi“ þessu rusli þarna að koma og sækja það.

Eða ef einhver veit hver á þetta  vinsamlegast senda og póst á david@olfus.is

Ef að þetta heldur svona áfram neyðumst við til að loka svæðinu.

X Loka
Var efnið á síðunni hjálplegt?