Íbúar Ölfuss athugið

Samkvæmt breytingum á lögum um meðhöndlun úrgangs nr. 55/2003, sem taka gildi 1. janúar 2023 er sveitarfélögum um land allt skylt að flokka sorp frá heimilum í fjóra flokka: Pappír/pappi, plastumbúðir, matarleifar og blandaðan úrgang.

Gaman að segja frá því að þetta erum við hér í Ölfusi búin að gera síðan vorið 2017.

Það sem breytist hjá okkur er að við megum ekki lengur setja málma í plasttunnuna okkar.

Málma, gler og textíl á að koma með á gámasvæðið við Norðurbakka.

 

Jóla- og nýárskveðjur

Davíð Halldórsson umhverfisstjóri

X Loka
Var efnið á síðunni hjálplegt?