Íbúar Þorlákshafnar athugið!

Undanfarið hefur borið á því að íbúar eru að setja plast í blaðatunnurnar (bláa tunnan). Bláa tunnan er eingöngu fyrir blöð, pappír og pappa.   Plastið á að setja í grænu tunnuna.

Þeir flokkar sem mega fara í bláu tunnuna:

 • Dagblöð og tímarit
 • Umslög og gluggaumslög
 • Skrifstofupappír
 • Bæklingar
 • Pakkningar undan matvælum og pizzukassa
 • Hreinar mjólkurfernur
 • Bylgjupappi
 • Gjafapappír
 • Eggjabakkar
 • Sléttur pappi s.s. morgunkornspakkar

Til að efnið nýtist sem best sem endurvinnsluefni er nauðsynlegt að hafa í huga að mjólkurfernur séu vel skolaðar og annar pappír undan matvælum þarf að vera hreinn og þurr.

Þeir flokkar sem mega fara í grænu tunnuna:

 • Plastpokar
 • Plastbrúsar s.s. hreinsiefni
 • Plastdósir s.s. skyr, ís, smurostum
 • Plastfilma glær og lituð
 • Plastumbúðir s.s. utan af kexi og sælgæti
 • Plastbakkar
 • Plastflöskur s.s. sjampó og sósur
 • Frauðplastumbúðir
 • Pokar utan af snakki

Til að plastið nýtist sem best sem endurvinnsluefni er nauðsynlegt að hafa í huga að plast undan matvælum og hreinsiefnum þarf að vera vel skolað og þurrt.

Við verðum að halda áfram að vera dugleg að flokka sorpið okkar.

Umhverfisstjóri Ölfuss

X Loka
Var efnið á síðunni hjálplegt?