Íbúar Þorlákshafnar athugið!

Nú erum við með svæði við hliðina á gámasvæðinu sem er eingöngu
ætlað fyrir geymslu á gámum.

En það er búið að setja fullt af allskonar dóti þarna s.s. kerrur, hjólastell, fiskikör og ýmislegt járnadót.

Við viljum hvetja fólk til að hreinsa og fjarlægja allt dót
sem á ekki heima þarna.

Við munum gefa fólki frest til og með 18. október n.k.
til að taka dótið sitt.

Eftir þann tíma mun sveitarfélagið hreinsa svæðið.

X Loka
Var efnið á síðunni hjálplegt?