Íþróttafólk (eða aðstandendur) sem fengu viðurkenningar fyrir framúrskarandi árangur 2024
Sveitarfélagið Ölfus óskar eftir tilnefningum til Íþróttamanns ársins 2025.
Viðurkenningar verða veittar fyrir framúrskarandi árangur á íþróttasviðinu, svo sem landsliðssæti, Íslands- og bikarmeistaratitla og alþjóðlegra afreka.
Íþrótta- og tómstundanefnd óskar eftir tilnefningum frá íþróttafélögum og almenningi um:
- Íþróttafólk sem hefur náð góðum árangri eða skarað fram úr í sinni íþrótt á árinu 2025.
- Hlutgengir eru allir íþróttamenn sem eiga lögheimili í Sveitarfélaginu Ölfusi eða keppa fyrir félög í sveitarfélaginu.
- Tilnefndir íþróttamenn skulu vera 16 ára eða eldri á árinu 2025.
Skila þarf inn tilnefningum fyrir 15. desember til íþrótta og tómstundafulltrúa ragnar@olfus.is
Sjá reglugerð