Íþróttavika Evrópu - dagskrá í Ölfusi

ÍÞRÓTTAVIKA EVRÓPU 23. – 30. SEPTEMBER                                                              

Fjölskyldu og fræðslusvið Ölfuss býður uppá fjölbreytta dagskrá þessa viku. Þjálfarar í heimabyggð bjóða uppá opna tíma og skemmtilega hreyfingu. Við getum farið í fjölskyldu-stöðvaþjálfun, gönguferð, hjólatúr, zumba, vatnsleikfimi, þrekþjálfun, boccia, jóga, sund og þrekþjálfun 60+. Einnig fáum við til okkar góða gesti sem bjóða uppá fræðsluerindi:

  • Dr. Erla Björnsdóttir sálfræðingur fjallar um Betri svefn – aukið úthald, hraðari endurheimt, betri árangur.
  • Ástrós Helga Hilmarsdóttir næringarfræðingur fjallar um heildarmyndina, samspil hreyfingar og næringar til að verða orkumeiri, einbeittari og hraustari.
  • Silja Úlfarsdóttir hlaupari fjallar um hlaupaþjálfun: hvernig við bætum hraðann og hlaupastílinn.

Við hvetjum alla til að taka þátt ! sjá nánar um dagskrá hér neðar.

Íþróttavika Evrópu (European Week of Sport) er haldin 23. – 30. september ár hvert í yfir 30 Evrópulöndum. Íþrótta- og Ólympíusamband Íslands hefur hlotið styrk frá Evrópusambandinu í gegnum Erasmus+ styrkjakerfið til verkefna sem munu tengjast vikunni. Markmiðið með Íþróttaviku Evrópu er að kynna íþróttir og almenna hreyfingu um alla Evrópu og sporna við auknu hreyfingarleysi meðal almennings. Sveitarfélagið Ölfus fékk styrk til að bjóða uppá spennandi dagskrá þessa viku.

X Loka
Var efnið á síðunni hjálplegt?