Jóhannes Brynleifsson ráðinn húsvörður Versala

Jóhannes Brynleifsson er tekinn til starfa sem húsvörður Ráðhúskaffi og Versala
Jóhannes Brynleifsson er tekinn til starfa sem húsvörður Ráðhúskaffi og Versala
Húsvörður er tekinn til starfa í Ráðhúskaffi og Versölum.

Í kjölfar uppsagnar rekstraraðila á Ráðhúskaffi og Versölum, var ákveðið að breyta rekstrarfyrirkomulagi hússins og ráða húsvörð í hálft starf. Sex einstaklingar sóttu um stöðuna og var ákveðið að ráða Jóhannes Brynleifsson í starfið.

Meðfylgjandi mynd var tekin eftir að Jóhannes tók við lyklum að húsinu en hann er þegar tekinn til starfa. Fljótlega fær Jóhannes síma og númer sem hægt er að hringja í til fá upplýsingar og bóka salinn. Þangað til verður hægt að nálgast upplýsingar hjá menningarfulltrúa. Unnið er að gerð nýrrar gjaldskrár fyrir húsið og verður hægt að nálgast hana á vef Ölfuss um leið og hún er tilbúin.

X Loka
Var efnið á síðunni hjálplegt?