Jólagetraunir í Ölfusi – úrslit

Dregið var úr réttum lausnum í jólafjölskyldufjörinu sem var í boði á aðventunni en þátttaka var ágæt. í Snjalla jólaratleiknum fá 2 lið viðurkenningu en það eru „Leppalúðarnir og Grýla“ og „Hugi Dagur og Mía Dís“.

Í jólasveinagluggunum og jólavísuorðaruglinu var Sigríður Stefánsdóttir hlutskörpust með allt rétt.

Það verður haft samband við vinningshafa en þeir fá bóka- eða borðspilagjöf fyrir þátttökuna og flottan árangur.

Takk fyrir þátttökuna!

X Loka
Var efnið á síðunni hjálplegt?