Jólaskreytingakeppni Ölfuss – vinningshafar

Oddabraut 14. Fallega skreytt og jólalegt hús sem vekur athygli
Oddabraut 14. Fallega skreytt og jólalegt hús sem vekur athygli

Glæsilegar skreytingar lýsa upp sveitarfélagið

Íbúar í Ölfusi hafa í ár lagt sig fram við að skapa hátíðlega stemningu með jólaljósum og skrauti við heimili sín. Margir hafa skreytt húsin sín á einstaklega fallegan hátt og sum heimili hafa vakið sérstaka athygli fyrir skemmtilegar jólafígúrur.

Val dómnefndar – Skreytingaverðlaun

Jólskreytingadómnefndin fór á rúntinn um helgina til að velja fallegar jólaskreytingar í Þorlákshöfn og í dreifbýli Ölfuss sem hljóta verðlaunin. Valið var ekki auðvelt, en niðurstaðan var þessi:

  • Í Þorlákshöfn: Erla Dan, Karl og fjölskylda á Oddabraut 14.
    Fallega skreytt og jólalegt hús sem vekur athygli. Margt sem gleður augað sem gerir heildina sérstaklega glæsilega.
  • Í dreifbýli Ölfuss: Kirkjugarðurinn á Kotströnd, sem er sérstaklega fallegur í ár.

Vinsældarverðlaun – Val íbúa

Íbúar fengu að tilnefna vinsælasta jólahúsið á vefsíðu Ölfuss. Úrslitin urðu eftirfarandi:

  • Í Þorlákshöfn: Heimilið að Þurárhrauni 3, hjá Guðrúnu Evu Jónsdóttur og fjölskyldu, fékk flestar tilnefningar.
  • Í dreifbýli Ölfuss: Fangelsið á Sogni hlaut flest atkvæði.

Til hamingju og gleðileg jól

Við óskum öllum vinningshöfum innilega til hamingju og þökkum íbúum fyrir að skapa einstaka jólastemningu í sveitarfélaginu.
Vinningshafar fá viðurkenningu í byrjun janúar.


Njótið ljósanna og hátíðarinnar – Gleðileg jól!

X Loka
Var efnið á síðunni hjálplegt?