Jólaskreytingar í Ölfusi 2025 - samkeppni

Í ár verða veitt verðlaun fyrir best skreyttu íbúðarhúsin í dreifbýli og þéttbýli Ölfuss og best skreytta fyrirtækið Ölfusi. Dómnefnd tilkynnir vinningshafa 19. desember.

Íbúar kjósa um vinsælasta jólahúsið á vefsíðu Ölfuss en það hús sem íbúum finnst best skreytt og fær flestar tilnefningar fær vinsældarverðlaun.

Íbúar eru hvattir til að ganga og/eða keyra um Ölfusið og skoða fallega skreytt íbúðahús og leggja inn tilnefningar. Opnað verður fyrir tilnefningar um vinsælasta jólahúsið 10. desember.

Njótið ljósanna og hátíðarinnar

Gleðileg jól !

X Loka
Var efnið á síðunni hjálplegt?