Jólastemning í ráðhúsinu

Gunnsteinn Ómarsson, bæjarstjóri í jólapeysu
Gunnsteinn Ómarsson, bæjarstjóri í jólapeysu
Það er jólastemning í ráðhúsi Ölfuss þessa síðustu daga fyrir jól. Í Landsbankanum er boðið upp á konfektmola, á bókasafninu er kveikt á kerti og boðið upp á piparkökur og á bæjarskrifstofum taka jólaskreytingar á móti gestum, en þar mætti bæjarstjórinn í jólapeysu í vinnuna.

Það er jólastemning í ráðhúsi Ölfuss þessa síðustu daga fyrir jól. Í Landsbankanum er boðið upp á konfektmola, á bókasafninu er kveikt á kerti og boðið upp á piparkökur og á bæjarskrifstofum taka jólaskreytingar á móti gestum, en þar mætti bæjarstjórinn í jólapeysu í vinnuna.

Vinna þessa síðustu daga fyrir jól felst að miklu leyti hjá Gunnsteini Ómarssyni, bæjarstjóra í tiltekt og að ganga frá ýmsum lausum endum fyrir áramótin. Nú er hann að ljúka greinagerð sem fylgir fjárhagsáætlun sveitarfélagsins fyrir næsta ár, en bæjarstjórn lauk vinnu við fjárhagsáætlunina  fyrr í þessum mánuði.

Það er í mörg horn að líta þegar líður að áramótum. Um leið og horft er yfir farinn veg, er tilhlökkun hjá starfsfólki sveitarfélagsins að takast á við ný verkefni og vinna áfram að því sem vel hefur til tekist fyrir og með íbúum sveitarfélagsins.

X Loka
Var efnið á síðunni hjálplegt?