Jólin koma

Undirbúningur jóla er í fullum gangi og brátt ber Þorlákshöfn keim af því.

Í dag hafa starfsmenn þjónustumiðstöðvar sveitarfélagsins unnið hörðum höndum að því að setja upp jólatré á torginu við ráðhúsið og ljósakransa á ljósastaura bæjarins. Skreytingarnar munu lýsa upp skammdegið og gera bæinn bjartari.

X Loka
Var efnið á síðunni hjálplegt?