Jóló – viðburður ungmennaráðs

Jóló viðburður félagsmiðstöðvar 2012
Jóló viðburður félagsmiðstöðvar 2012
 

Í gær var fullt hús út úr dyrum í Ráðhúskaffi en þá mættu ungmenni í Ölfusi í Ráðhúskaffi til að koma sér í jólagírinn.

 

Í gær var fullt hús út úr dyrum í Ráðhúskaffi en þá mættu ungmenni í Ölfusi í Ráðhúskaffi til að koma sér í jólagírinn. Þar var hægt að skreyta ljúffengar piparkökur, spila skemmtileg spil og púsla. Á staðnum voru gómsætur glassúr og rjúkandi heitt súkkulaði með guðdómlegum rjóma ásamt ilmandi mandarínum. Jólalög voru að sjálfsögðu spiluð og myndaðist notalega jólastund.

 

X Loka
Var efnið á síðunni hjálplegt?