Jón Yngvi á Bæjarbókasafni Ölfuss

Jón Yngvi Jóhannsson mun koma á Bæjarbókasafn Ölfuss miðvikudagskvöldið 17. janúar kl: 20.00.

Jón Yngvi sem er bókmenntafræðingur að mennt og lektor á menntasviði Háskóla Íslands, mun
rýna í jólabækurnar og fara yfir það sem stendur upp úr því flóði. Jón Yngvi er ástríðufullur
áhugakokkur og gaf t.d. út bókina Hjálp, barnið mitt er grænmetisæta árið 2017.

 Þetta verður skemmtileg og áhugaverð stund sem enginn má láta framhjá sér fara. 

Þessi viðburður er í boði Bókabæjanna austanfjalls.

X Loka
Var efnið á síðunni hjálplegt?