Það er hægt að fá lánaða kerru á móttöku- og flokkunarstöðinn til að flytja dót á stöðina.
Reglur um notkun á kerru Sveitarfélagsins Ölfus
- Það er gjaldfrjálst að fá kerruna lánaða.
- Kerran er staðsett á móttöku- og flokkunarstöð Ölfuss og einungis er hægt að fá kerru lánaða á opnunartíma stöðvarinnar.
- Óheimilt er að vera með kerruna yfir nótt.
- Verður að skila henni fyrir lokunartíma.
- Fólk þarf að gefa upp kennitölu og heimilisfang til að fá kerruna lánaða.
- Kerran má bera um 600 kg.
- Kerran er 2 x 1.10 m.
- Gerð er krafa um að góða umgengi.
