Knattspyrnufélagið Ægir hefur ráðið nýjan þjálfara meistaraflokks

AEgir-2010-006
AEgir-2010-006

Knattspyrnufélagið Ægir hefur ráðið Alfreð Elías Jóhannsson sem þjálfara meistaraflokks karla til næstu tveggja ára

 

Knattspyrnufélagið Ægir hefur ráðið Alfreð Elías Jóhannsson sem þjálfara meistaraflokks karla til næstu tveggja ára. Alfreð er 34 ára uppalinn Grindvíkingur sem hefur spilað í öllum deildum á vegum KSÍ, m.a. með Grindavík í úrvalsdeild, Njarðvík og Víking Ólafsvík í fyrstu og annarri deild. Hann hefur þjálfað GG í Grindavík og var nú síðast þjálfari BÍ (Ísafjörður/Bolungarvík) sem hann komst með upp úr 2.deild í 1.deild í haust. Hann mun hefja störf í næstu viku og bindur félagið miklar vonir við að koma hans hafi góð áhrif á starfið og óskar honum um leið góðs gengis.

X Loka
Var efnið á síðunni hjálplegt?