Krúnuskríkja í skrúðgarði Þorlákshafnar

Eftirtektasamir íbúar Þorlákshafnar tóku eftir manni vopnuðum myndavél með stórri aðdráttarlinsu við myndatöku í skrúðgarði bæjarins í síðustu viku. Málið skýrðist í grein sem birtist í Morgunblaðinu í gær. Þar segir frá því að óvenjulegir flækingsfuglar hafi sést nú í haust á nokkrum stöðum á landinu nú í haust, m.a. Grímuskríkja í Vestmanneyjum og Krúnuskríkja sem heimsótti skrúðgarinn í Þorlákshöfn. Það var fuglaáhugamaðurinn Brynjúlfur Brynjólfsson sem tók myndir af fuglunum og tjáði blaðamanni Morgunblaðsins að mikið af fækingsfuglum hafi heimsótt Vestmannaeyjar, en yfirleitt sjást þessir fuglar frekar á Suðausturlandi. Krúnuskríkjan sem var í um viku í Þorlákshöfn er sextándi fuglinn af þeirri tegund hér á landi.

Birtar eru myndir af þessum fallegu fuglum í Morgunblaðinu, en blaðið er hægt að skoða á bókasafninu, eða afrit af henni hér fyrir neðan: Bókasafnið fær sendar allar greinar stóru blaðanna sem tengjast Ölfusinu. Hægt er að blaða í möppum með nýju efni frammi á bókasafninu, eða möppum með eldra efni sem geymt er á lesstofu.

Sjaldgæfar skríkjur heimsækja Ísland

X Loka
Var efnið á síðunni hjálplegt?