Kubbur með hagstæðasta tilboðið í sorphirðu

Í dag, fimmtudaginn 14.febrúar 2019, voru opnuð tilboð í verkið „Sorphirða í Ölfusi 2019 – 2024“

Tilboð voru opnuð á bæjarskrifstofum Ölfuss að viðstöddum fulltrúum bjóðenda.

Alls bárust 3 tilboð:

Íslenska Gámafélagið: 218.142.520 kr.
Gámaþjónustan: 223.743.898 kr.
Kubbur ehf.: 167.037.669 kr.

Kostnaðaráætlun Eflu var 176.241.440 kr.

Í þessu felst þar með að Kubbur ehf. var með lægsta tilboðið og er það 5% undir kostnaðaráætlun.  Verðmunur hæsta og lægsta tilboðs var 32% eða tæplega 58 milljónir.

Sveitarfélagið hefur nú falið Verkfræðistofunni Eflu að yfirfara tilboðin og er stefnt að því að ljúka samningagerð svo fljótt sem verða má.

X Loka
Var efnið á síðunni hjálplegt?