Kveðja frá bæjarstjóra

_MG_3288-6
_MG_3288-6
Ólafur Örn Ólafsson bæjarstjóri kveður
Eftir að hafa verið bæjarstjóri hér í Ölfusi í þrjú ár hef ég ákveðið að skipta um starfsvettvang. Ég hef ráðið mig til starfa sem fjármálastjóri hjá Landhelgisgæslu Íslands og mun hefja þar störf 16 maí.

Kveðja frá bæjarstjóra

Eftir að hafa verið bæjarstjóri hér í Ölfusi í þrjú ár hef ég ákveðið að skipta um starfsvettvang. Ég hef ráðið mig til starfa sem fjármálastjóri hjá Landhelgisgæslu Íslands og mun hefja þar störf 16 maí. Það hefur verið góður tími fyrir okkur Ásu að búa hér í bænum og okkur hefur liðið vel hér. Það er því nokkur eftirsjá og söknuður að fara héðan. Við viljum nota þetta tækifæri og þakka öllum sem við höfum kynnst hér fyrir kynnin og óskum sveitarfélaginu og íbúum alls hins besta í framtíðinni og þökkum fyrir okkur.

Kær kveðja.

Ólafur Örn Ólafsson
Ása Ólafsdóttir

 

X Loka
Var efnið á síðunni hjálplegt?