Kynningarfundur fyrir íbúa

Skipulags- og umhverfisnefnd Ölfuss boðar til fundar í Versölum fimmtudaginn 15. júlí kl 17.00. til að kynna nýtt íbúðarhverfi vestan byggðar í Þorlákshöfn þar sem gert er ráð fyrir allt að 86 íbúðum.

Tillagan gerir ráð fyrir íbúðasvæði með fjölbreyttu búsetuformi í einbýli, fjölbýli, par- og raðhúsum. Hverfið er vestan byggðar í Þorlákshöfn en sunnan við framlengingu Selvogsbrautar til vesturs. Leitast hefur verið við að skapa nánd við náttúru svæðisins og vernda hraunmyndanir sem þar eru að finna.

 

X Loka
Var efnið á síðunni hjálplegt?