Kynningarfundur um skipulagsmál í dag, 18. janúar kl. 17:00. Jarðhitagarður á Hellisheiði.

Kynningarfundur verður haldinn í Ráðhúsi Ölfuss, Versölum, litla sal, fimmtudaginn 18. janúar 2018 kl 17-18.

Til kynningar er 10. breyting á deiliskipulagi fyrir virkjun á Hellisheiði.

Breytingin felst í því að stækka skipulagssvæði virkjunar á Hellisheiði til norðvesturs meðfram Búrfellslínu og Sogslínu. Svæðið sem stækkunin nær til er um 131 ha. Með stækkun skipulagssvæðisins er verið að fullnýta skilgreint iðnaðarsvæði í gildandi aðalskipulagi.

Tillagan tekur til svæðis sem hugmynd er að reisa jarðhitagarð á flatlendinu meðfram Búrfells- og Sogslínu. Jarðhitagarðinum er ætlað að vera umgjörð um fjölbreytta starfsemi sem stuðlar að sem bestri nýtingu afurða Hellisheiðavirkjunar, jákvæðum umhverfisáhrifum og verðmætasköpun. Innan svæðisins verður mögulegt að byggja upp jarðhitagarð á skilgreindum lóðum í samræmi við skilmála sem settir verða um fyrirhugaða uppbyggingu. Skipulagið tekur á afmörkun lóða, byggingarreitum, byggingarskilmálum, umhverfisfrágangi, veitumálum, samgöngumálum og örðum þeim ákvæðum sem ástæða er til að skilgreina í deiliskipulagi. Innan svæðisins er gert ráð fyrir 46 nýjum lóðum á þremur svæðum. Aðkoman verði um þjónustuveg sem liggur meðfram Sogslínu 2.

Lagnabelti mun liggja frá Hellisheiðavirkjun að öllum lóðunum. Fráveitukerfi verði í samræmi við ákvæði byggingarreglugerðar og reglugerðar nr. 798/1999 um fráveitur og skólp. Um menningarminjar verður unnið í samræmi við ákvæði laga nr. 80/2012. Innan hluta af svæðinu er sauðfjárvarnarlína og verður girðingin færð út fyrir svæðið sem fyrirhugað er að byggja upp á. Húsmúlarétt, beitarhólf og hesthús er innan skipulagssvæðisins og verða þessi mannvirki færð á nýja staði í samvinnu við hagsmunaaðila sem nýta mannvirkin.

Í skipulagsgögnum er ítarleg lýsing á skipulagssvæðinu, uppbyggingu á því og umhverfisþáttum.

Virkjun-Hellisheiði: Greinagerð

Virkjun-Hellisheiði_A1-3000-A-tillaga
Virkjun-Hellisheiði_A1-3000-B-tillaga
Virkjun-Hellisheiði_A1-3000-C-tillaga

F.h. Sveitarfélagins Ölfuss.

 Sigurður Ósmann Jónsson, skipulags- og byggingarfulltrúi.

X Loka
Var efnið á síðunni hjálplegt?