Lagning ljósleiðara í dreifbýli Sveitarfélagsins Ölfuss

Merki Ölfuss
Merki Ölfuss

Óskað eftir því að þeir aðilar sem hyggjast leggja ljósleiðara eða fara í aðrar fjárfestingar til að koma á háhraðanettengingum á svæðinu á næstu þremur árum sendi sveitarfélaginu upplýsingar um það. 

Lagning ljósleiðara í dreifbýli Sveitarfélagsins Ölfuss

Sveitarfélagið Ölfus telur mikilvægt að ljósleiðarakerfi verði komið upp sem fyrst í dreifbýli Sveitarfélagsins Ölfuss, þ.e. utan Þorlákshafnar. Því vinnur sveitarfélagið nú að gerð áætlunar um lagningu ljósleiðara á öll lögheimili á umræddu svæði. Vegna þessa er óskað eftir því að þeir aðilar sem hyggjast leggja ljósleiðara eða fara í aðrar fjárfestingar til að koma á háhraðanettengingum á svæðinu á næstu þremur árum sendi sveitarfélaginu upplýsingar um það. Óskað er eftir því að upplýsingarnar berist á skrifstofu sveitarfélagsins, Hafnarbergi 1, 815 Þorlákshöfn fyrir 22. október 2013.

 

X Loka
Var efnið á síðunni hjálplegt?