Lausaganga hunda er bönnuð í Þorlákshöfn!

Þéttbýlið Þorlákshöfn
Þéttbýlið Þorlákshöfn

Samkvæmt reglum um hunda og kattahald er hunda og kattahald bannað í Sveitarfélaginu Ölfusi nema með leyfi þess.

Af gefnu tilefni vill sveitarfélagið árétta að hundaeigendur og aðrir gæludýraeigendur fari eftir þeim reglum sem settar hafa verið um dýrahald í Þorlákshöfn.
Að hundurinn gangi aldrei laus á almannafæri innan skipulags þéttbýlis eða samþykktum frístundabyggðum, heldur sé í fylgd með einhverjum sem hefur fullt vald yfir honum.
Að umráðamaður hunds hreinsi tryggilega og án tafar upp saur sem hundurinn skilur eftir sig á almannafæri í skipulögðu þéttbýli eða samþykktum frístundabyggðum.
Að hundurinn fari ekki inn í skólahús, opinberar byggingar, matvöruverslanir eða aðra þá staði sem taldir eru upp í fylgiskjali 3 við reglugerð nr. 941/2002 um hollustuhætti.  Heimilt er þó að hleypa hjálparhundum inná viðkomandi staði.

Reglur um hundahald

Reglur um kattahald

Ef fólk vill koma með ábendingar eða athugasemdir vegna lausagangu hunda getur það haft samband við dýraeftirlitsmann í síma 898-2807.

 Hér er mynd sem sýnir skipulagt þéttbýlið Þorlákshöfn þar sem lausaganga hunda er bönnuð.

Kort

X Loka
Var efnið á síðunni hjálplegt?