Leiga á Versölum

Versalir að Hafnarbergi 1, í Þorlákshöfn, er skemmtileg og glæsileg aðstaða fyrir fundi, veislur, afmæli og ýmsar samkomur.

Salurinn er tvískiptur og miðast minni salurinn við 90 manns en sá stóri við 250 manns. Aðstaðan er góð og húsgögn á staðnum.

Til þess að gefa íbúum tækifæri á að nýta sér þessa glæsilegu aðstöðu í auknu mæli hefur verið ákveðið að bjóða leigu á salnum til skemmri tíma í senn á lægra verði. Nú stendur því boða að leigja Versali, fundar- og veislusali, samkvæmt tímagjaldi. Ólík rýmin passa vel fjölbreyttum hópum fyrir ýmis tækifæri en einnig má opna á milli sala til þess að hýsa fleiri.

Skammtímaleiga þessi miðast við tímagjald þar sem þó einungis er gert ráð fyrir að viðburður standi yfir í mest fjórar klukkustundir, öllu jafna annars gildir þá almenn gjaldskrá. Uppsetning á sal og röðun borða er ekki hluti af gjaldi, leigendur annast slíkt sjálfir eða greiða aukalega.

Litli salur (90 manns) 5.000 kr. tíminn (mest fjóra tíma)
Stóri salur (250 manns) 7.500 kr. tíminn (mest fjóra tíma)

Gjaldskrá fyrir Versali má nálgast hér.

Nánari upplýsingar má finna á www.facebook.com/versalirolfus
Bókanir annast Nicole B.H. Boerman, 852-8383 eða versalir@olfus.is

X Loka
Var efnið á síðunni hjálplegt?