Lestrarhetjur á bókasafninu!

Boðið er upp á sumarlestur í samstarfi við önnur almenningsbókasöfn og hvetjum við því öll börn til að hnýta á sig skikkjuna og taka flugið.

Eins og í fyrra fá þátttakendur plakat sem hægt er að safna límmiðum á en það skemmtilegasta við það er að nú er plakatið líka borðspil sem verður skemmtilegra eftir því sem límmiðum fjölgar. Til að fá límmiða þurfa börnin að klára lestraráskorun sem er ákveðin í samráði við foreldra/forsjáraðila eða jafnvel bókavörð. Áskoranirnar eru sex talsins og þau sem fá alla límmiðana geta skráð nafn sitt í happdrætti og mun bókavörður draga vinningshafa í lok ágúst.

Plakatið er afhent á Bæjarbókasafni Ölfuss.

Sjáumst á safninu!

X Loka
Var efnið á síðunni hjálplegt?