Lið Ölfuss keppir við Hveragerði í Útsvari

Lið Ölfuss í Útsvari
Lið Ölfuss í Útsvari

Búið er að setja saman gott lið til að keppa fyrir hönd Sveitarfélagsins Ölfuss í Útsvari, spurningakeppni RÚV, þennan vetur.

Búið er að setja saman gott lið til að keppa fyrir hönd Sveitarfélagsins Ölfuss í Útsvari, spurningakeppni RÚV, þennan vetur.

Nú hefur keppnin hafist að nýju og tekur Sveitarfélagið Ölfus þátt, þar sem liðið stóð sig mjög vel síðasta vetur. Það eru þau Ágústa Ragnarsdóttir, Árný Leifsdóttir og Hannes Stefánsson sem keppa fyrir hönd Ölfuss. Hannes er alvanur keppnismaður enda var hann í liði Ölfuss síðasta vetur. Árný og Ágústa koma báðar nýjar inn. Ágústa og Hannes eru bæði kennarar við FSU en Árný er bókavörður á bókasafninu í Þorlákshöfn.

Það verður gaman að fylgjast með þríeykinu í keppninni og mæta þau í sjónvarpssal föstudaginn 25. september þar sem þau munu keppa við nágranna okkar úr Hveragerði. Gestir eru velkomir í beina útsendingu en verða að mæta vel fyrir þáttarbyrjun.

Meðfylgjandi mynd var tekin af liði Ölfuss síðasta vetur.

X Loka
Var efnið á síðunni hjálplegt?