Lið Ölfuss komið áfram í undanúrslit í Útsvari!

Í kvöld tryggði lið Ölfuss sér sæti í undanúrslitum Útsvarsins, en liðið skipa þau Árný, Hannes og Magnþóra. Ölfus keppti við ógnarsterkt lið Seltjarnarness, sem skipað er þeim Karli Pétri Jónssyni, Sögu Ómarsdóttur og Stefáni Eiríkssyni.

Keppnin var æsispennandi og má segja að úrslitin hafi ekki ráðist fyrr en eftir síðustu spurningu Seltyrninga, en svarrétturinn fór yfir til Ölfusinga sem náðu að komast einu stigi yfir með réttu svari um sendling (sem er víst fugl).

Ölfus sigraði með 62 stigum gegn 56 stigum Seltjarnarness.

Við óskum þessum snillingum innilega til hamingju með árangurinn og hlökkum til að fylgjast með þeim í næstu baráttu!

X Loka
Var efnið á síðunni hjálplegt?