Líf og fjör á bryggjunni um helgina

Bryggjudagar í Herjólfshúsi 2013
Bryggjudagar í Herjólfshúsi 2013
Efnt var til bryggjudaga í kringum starsemi í Herjólfshúsi síðastliðna helgi

Efnt var til bryggjudaga í kringum starfsemi í Herjólfshúsi síðastliðna helgi. Handverksfólk var að störfum, spilað var á harmonikkuna, börnin máluðu og leiruðu í listahorni og boðið var upp á humarsmakk.

Margir gestir, bæði íbúar og innlendir og erlendir ferðamenn lögðu leið sína á bryggjuna og nutu veðurblíðunnar. Sumir þurftu að kæla sig í sjónum en aðrir létu sér nægja að dorga og sleikja sólina.

X Loka
Var efnið á síðunni hjálplegt?