Það vantaði ekkert upp á fjörið og gleðina á fjölskylduhátíð okkar Ölfusinga, Hamingjunni við hafið, sem haldin var um liðna helgi í blíðskaparveðri. Hátíðin fór einstaklega vel fram og var vel sótt af heimafólki, fráfluttum Ölfusingum og öðrum góðum gestum.
Dagskráin var glæsileg og var gestum boðið uppá sannkallaða tónlistarveislu þessa daga. Mikil þátttaka var á öllum viðburðum og ánægjulegt að sjá svona mikið líf í bænum. Þrátt fyrir þennan mikla fjölda gekk hátíðin einstaklega vel fyrir sig. Íbúar fá þakkir fyrir sína þátttöku og glæsilegar skreytingar sem settu mikinn svip á götur og hverfi bæjarins. Einnig viljum við þakka því fólki sem hélt viðburði á hátíðinni kærlega fyrir framlagið en við viljum efla þátttöku íbúa í fjölbreyttum viðburðum á næstu árum sem gefur hátíðinni enn meira vægi.
Viðburðastjóri hátíðarinnar í ár var Sigurgeir Skafti Flosason og eru honum færðar þakkir fyrir gott skipulag og góða samvinnu. Við viljum endilega heyra frá ykkur ef þið hafið góðar hugmyndir eða ábendingar um eitthvað sem má bæta fyrir næstu hátíð sem fer fram dagana 5. – 9. ágúst 2026 á netfangið jmh@olfus.is
Innilegar þakkir fyrir ánægjulega helgi
Hér að neðan má finna hlekk að myndböndum frá helginni.
Fimmtudags fjör
Föstudags fjör
Laugardags fjör