Listasmiðja í nýrri glervinnustofu í Þorlákshöfn

Dagný Magnúsdóttir leiðbeinir í listasmiðja
Dagný Magnúsdóttir leiðbeinir í listasmiðja

 

Hendur í Höfn er nýtt handverkshús í Þorlákshöfn og þar sem aðallega er unnið í gler. Einnig er skartgripagerð í boði og aðstoð við handavinnu. Flestir munirnir eru til sölu auk muna frá félögum í lista- og handverkssamtökum Ölfuss. Eigandi fyrirtækisins er Dagný Magnúsdóttir.

Dagný Magnúsdóttir er gift Vigni Arnarsyni og eiga þau þrjú börn, þau Hjalta, Hugrúnu og Hörpu. Dagnýju finnst skemmtilegt að ferðast með fjölskyldunni og eiga góða stund með þeim. Hennar helstu áhugamál er að ferðast, matargerð og handavinna sem hún er m.a að gera í Hendur í Höfn. Dagný hefur búið bæði í Skotlandi og í Kópavogi en hún fæddist hér í Þorlákshöfn. Hún var í skóla í Skotlandi og í Kópavogi en gekk svo í Menntaskólann í Hamrahlíð og var þar í 2 ár. Hún útskrifaðist úr Borgarholtsskóla sem félagsliði. Nú er hún búin að ljúka fjölmörgum námskeiðum úr Myndlistaskóla Reykjavíkur sem og ýmsum námskeiðum í öðrum listgreinum. Dagný leggur mikla áherslu á að vinna með fólki og fann það strax þegar hún lauk barnaskóla að það átti best við hana. En auk þess að vera með glervinnustofuna, vinnur hún í Ráðhúskaffi.

 Á glervinnustofunni má sjá marga fallega muni sem Dagný hefur útbúið. Henni sjálfri þykir vænst um lampa úr leir sem hún gerði. Þegar ég spurði hana afhverju hún hefði valið glerið fram yfir aðra handavinnu sagði hún að hún væri búin að vinna með leir, en fyndist glerið meira spennandi. Einnig sagði hún að glerið væri mun fljótunnara en leirinn af því það þarf bara að brenna glerið einu sinni en leirinn mörgum sinnum.

Hendur í Höfn býður upp á allskonar starfsemi eins og t.d. námskeið fyrir alla aldurshópa í glervinnu og skartgripagerð og aðstoð við handavinnu. Þegar undirritaðan bar að garði, stóð yfir viku námskeið fyrir börn og unglinga frá klukkan 9 til 12. Markmiðið hjá þessum aldurshópi er að kynnast sögu glersins, umgangast gler og verkfæri, nota umhverfið sem hugmyndakveikju að formi og litum, læra sjálfstæð og vönduð vinnubrögð og þróa og hanna sína eigin hluti. Einnig býður Dagný upp á fullorðinsnámskeið fjögur kvöld í viku. Eitt námskeiðið nefnist Glerbræðslunámskeið og á því eru kynntar hugmyndir og aðferðir við glerbræðslu með mismunandi tegundum glers. Kenndur er glerskurður, litun og skreytingar ásamt mótagerð o.fl. Einnig er boðið upp á skammtíma námskeið fyrir hópa s.s. saumaklúbba, vina- og vinnustaðahópa, gæsa- og steggjahópa, opna vinnustofa einu sinni í viku handavinnudaga og fleira ef áhugi verður fyrir hendi. Algengast er að börn 7-12 ára séu á námskeiðum fyrir krakka og fólk á aldrinum 25-75 ára á fullorðinsnámsskeiðunum en auðvitað eru allir velkomnir og þátttatakan er góð, betri heldur en Dagný bjóst við að hún yrði. Á námskeiðunum er vinsælast að gera skálar, matarstell og myndir úr gleri en einnig er hægt að panta matarstell eða önnur stór verk sem Dagný býr til.

Ég vona að Dagný eigi eftir að ganga vel með það sem hún er að gera og margir leggi leið sína til hennar. Einnig vil ég þakka krökkunum sem voru á námskeiðinu þegar ég var að tala við Dagnýu fyrir gott viðmót og skilning á því hvað ég var að gera. en fleiri upplýsingar er hægt að nálgast á heimasíðunni http://www.hendurihofn.is/

 

Greinahöfundur: Hákon Svavarsson sumarstarfsmaður á Bæjarbókasafni Ölfuss

X Loka
Var efnið á síðunni hjálplegt?