Ljóða- og smásögudagur á bókasafninu

Sumarlestur 2012
Sumarlestur 2012

Börn sem taka þátt í sumarlestrinum komu á bókasafnið í dag þar sem efnt var til skemmtilegrar dagskrár.

Börn sem taka þátt í sumarlestrinum komu á bókasafnið í dag þar sem efnt var til skemmtilegrar dagskrár. Þau skrifuðu smásögur og sömdu ljóð sem þau svo myndskreyttu. Sumir skrifuðu ljóð upp úr bókum og aðrir teiknuðu myndir. Verkin voru síðan plöstuð og ætla krakkarnir að hengja þau upp á sundlaugarsvæðinu í Þorlákshöfn í næstu viku. Þá geta gestir sundlaugarinnar  lesið verk barnanna í pottinum.

X Loka
Var efnið á síðunni hjálplegt?