Lóðir til úthlutunar

Sveitarfélagið Ölfus auglýsir lausar til umsóknar tvær lóðir fyrir fjölbýlishús við Hnjúkamóa, Þorlákshöfn.

Lóðirnar eru á áberandi stað við aðkomu inn í bæjarfélagið meðfram Ölfusbraut, þess vegna skal vera sérstaklega vandað til við hönnun og útlit þeirra húsa sem standa munu á lóðunum.

Ekkert úthlutunargjald er greitt fyrir lóðirnar heldur einungis gatnagerðargjald og því áskilur Sveitarfélagið sér rétt til velja á milli umsókna útfrá hönnun, gæðum og tengdum áformum. Ekki er þörf á að fullnaðar hönnunargögn fylgi lóðaumsóknum heldur eingöngu að fyrirætlan um td. hönnun, stærðir íbúða, útlit húsa og frágangur lóða liggi fyrir.

Hægt er að nálgast frekari gögn og upplýsingar með því að hafa samband við skipulagsfulltrúa í gegnum netfangið gunnlaugur@olfus.is  eða í síma 480-3800 á skrifstofutíma.

Umsóknarfrestur er til 13.október 2021.

 

 

X Loka
Var efnið á síðunni hjálplegt?