Lögreglusamþykkt um búfjárhald og hundahald

Hestaskítur
Hestaskítur
Lögreglusamþykkt um búfjárhald og hundahald
Fyrir Þorlákshöfn er í gildi lögreglusamþykkt sem m.a. tekur á búfjárhaldi innan þéttbýlis. Þar kemur fram að umferð reiðhesta er bönnuð innan þéttbýlismarka annars staðar en á merktum reiðstígum nema með sérstöku leyfi eða samkvæmt samþykkt sveitarstjórnar.

Fyrir Þorlákshöfn er í gildi lögreglusamþykkt sem m.a. tekur á búfjárhaldi innan þéttbýlis. Þar kemur fram að umferð reiðhesta er bönnuð innan þéttbýlismarka annars staðar en á merktum reiðstígum nema með sérstöku leyfi eða samkvæmt samþykkt sveitarstjórnar.

Mikilvægt er að lögreglusamþykktin sé virt þannig að íbúar verði ekki fyrir óþægindum.

Samþykktir fyrir Sveitarfélagið Ölfus eru á heimasíðu sveitarfélagsins.

 

Nr. 1127 29. nóvember 2007

REGLUGERÐ

um lögreglusamþykktir.

 

VII. KAFLI

Um búfjárhald og hundahald.

30. gr.

Búfjárhald er bannað í þéttbýli. Sama gildir um hundahald í þéttbýli. Sveitarstjórnir geta

kveðið á um annað fyrirkomulag í sérstökum samþykktum á grundvelli laga um hollustuhætti

og mengunarvarnir.

Um lausagöngu búfjár fer samkvæmt vegalögum og lögum um búfjárhald o.fl.

Umferð reiðhesta er bönnuð innan þéttbýlismarka annars staðar en á merktum reiðstígum

nema með sérstöku leyfi eða samkvæmt samþykkt sveitarstjórnar.

X Loka
Var efnið á síðunni hjálplegt?