Lokun milli Faxabrautar og Nesbrautar

Á 106. fundi Skipulags-, byggingar- og umhverfisnefndar sl. var lokun milli Faxabrautar og Nesbrautar samþykkt samhljóða. Ákvörðunin var staðfest samhljóða af bæjarstjórn.

Markmið lokunar er að minnka þungaumferð um Búðarhverfið og tryggja öryggi næði íbúa þar. Hestafólk getur enn sótt hesthúsahverfið líkt og áður en þungatakmarkanir verða settar í hverfinu og því þarf að fara með kerrur um Nesbraut. Starfsemi í tengslum við fiskeldin er bent á að öll umferð skal fara um Nesbraut.

Lokunin verður sett upp frá og með 1. október nk.

X Loka
Var efnið á síðunni hjálplegt?