Lúðrasveitin loksins aftur með nýárstónleika

Æfing Lúðrasveitar Þorlákshafnar
Æfing Lúðrasveitar Þorlákshafnar
Lúðrasveit Þorlákshafnar efnir til stórviðburðar í Þorlákshöfn næstkomandi laugardag, 17. janúar, þegar hún heldur sína rómuðu nýárstónleika.

Lúðrasveit Þorlákshafnar efnir til stórviðburðar í Þorlákshöfn næstkomandi laugardag, 17. janúar, þegar hún heldur sína rómuðu nýárstónleika.

Í fréttatilkynningu frá lúðrasveitinni kemur fram að á efnisskránni séu valsar, polkar og marsar, galaklæddir lúðralúðar, grátandi fiðla, dúnmjúkir dansarar, tröll, dvergar, knöll, klarinettukiðlingurinn knái og tælandi trompetkvartett, Snæfríður Íslandssól og Þyrnirós svo eitthvað sé nefnt.

Fastlega má gera ráð fyrir stórskemmtilegum tónleikum eins og alltaf þegar Lúðrasveit Þorlákshafnar kemur saman, en menningarfulltrúi leit inn á æfingu hjá lúðrasveitinni og tók nokkrar myndir.

Forsala miða fer fram á Bæjarbókasafni Ölfuss en einnig er hægt að kaupa miða við innganginn. Tónleikarnir fara fram í Versölum og hefjast þeir klukkan 17:00.

X Loka
Var efnið á síðunni hjálplegt?