Margt um að vera í leikskólanum

Leikskólalóð Bergheima
Leikskólalóð Bergheima
Heilmikið er framundan í leikskólanum næsta mánuðinn og á árinu og hægt að fylgjast með starfinu í fréttabréfum sem gefin eru út rafrænt í hverjum mánuði.

Þá er nýtt ár hafið og leikskólinn Bergheimar hefur tekið til starfa á nýju ári.  Mikið hefur verið fjallað um leikskólalóðina að undanförnu, enda þykir hún hafa tekist sérlega vel og spennandi verður að fylgjast með þeim áform sem uppi eru um að rækta grænmeti og fara í allskonar tilraunir á næsta sumri.  Nú njóta börn og starfsfólk skjólsins sem ný bygging veitir og vetrarríkið gerir stórt svæðið að ævintýralegum stað að leika sér á.

Í hverjum mánuði er gefið út fréttabréf Bergheima þar sem foreldrar fræðast um það sem framundan er í leikskólastarfinu og allir geta fyglst með hinu góða starfi sem þarna er unnið.

 

X Loka
Var efnið á síðunni hjálplegt?