Mars fréttabréf Bergheima

Margt hefur verið um að vera í leikskólanum Bergheimum undanfarna mánuði, sérstaklega gleði vakti heimókn karlpenings í leikskólann á Bóndadaginn og kvenna á konudaginn. Mikill metnaður er í endur- og símenntun í leiskólanum eins og lesa má í fréttabréfinu og spennandi að sjá hvað kemur út úr því öllu saman.

Heimsókn frá eldri borgurum

Hulduheimar fengu fyrstu heimsóknina eftir áramót frá félagi eldriborgara og þær Ása Bjarnadóttir og Jóna Sigurðardóttir  komu og lásu bækur fyrir börnin.

Mömmu- og ömmukaffið

Mjög vel var mætt í mömmu- og  ömmukaffi sem haldið var í tilefni konudagsins. Bakaðar voru vöfflur inn á deildum og boðið upp á  ávexti. Svona dagar eru góð tenging við heimilin og gaman að hitta ættingja barnanna.

Símenntun kennara

Dagný fór á Exelnámskeið hjá Endurmenntun Háskólans í febrúar, Guja er að fara á Tákn með Tali námskeið, Elsa og Habba eru að fara í heimsókn í Fellaskóla til að kynna sér fjölmenningu, Margrét Björg verður í verknámi frá 2.-13. mars og verður hún inn á Álfaheimum. Sandra Björk er að fara á Skyndihjálpanámskeið í mars. Ásgerður og Dagný fara á námsstefnu hjá Félag stjórnenda leikskóla og Rann Ung undir yfirskriftinni  Hingað og lengra – framsækin forysta leitar lausna, föstudaginn 27. mars.  Ragga, Herdís og Júlía  fara  staka daga í innilotur núna í mars.

Starfsmannakönnun og foreldrakönnun

Skólapúlsinn var að gera starfsmannakönnun og er niðurstöðu að vænta á næstu vikum. Gaman verður að sjá hvernig hún kemur út. Skólapúlsinn mun einnig að gera foreldrakönnun sem stendur frá 2. mars  og allir foreldra fengu sent kynningabréf. Vonast er eftir góðum svarhlutföllum, því ef ekki næst nógu gott svarhlutfall frá foreldrum þá eru niðurstöður ekki birtar. Hægt er að svara könnuninni á íslensku, ensku og pólsku.

Starfsdagur kennara

8. maí er leikskólinn lokaður vegna starfsdags kennara, á þessum starfsdegi verður farið í heimsóknir í leikskóla og ýmiskonar starfsemi skoðuð.

Sumarfrí leikskólans

Sumarfrí leikskólans verður 8. júlí – 12. ágúst. 12. ágúst er starfsdagur og mæta kennara þá en nemendur mæta fimmtudaginn 13. ágúst.

Vikan 2.-8. mars

5. mars eru íþróttir, allir að muna eftir þægilegum fatnaði.

6. mars er söngstund í sal.

6. mars er fjólublár litadagur, allir að mæta í einhverju fjólubláu eða með eitthvað fjólublátt á sér.

Vikan 9.- 15. mars

10. mars félag eldriborgara í heimsókn á Tröllaheima kl 10.50.

12. mars eru íþróttir allir, að muna eftir þægilegum fatnaði.

13. mars er rugldagur.

13. mars er fundur hjá umhverfisnefnd.

Vikan 16.-22. mars

19. mars eru íþróttir, allir að muna eftir þægilegum fatnaði.

20. mars er söngstund og dagmæður koma í heimsókn.

23.-29. mars

26. mars eru íþróttir, allir að muna eftir þægilegum fatnaði.

27. mars er uppákoma í söngstund sem Hulduheimar sjá um.

Með kveðju

Dagný aðstoðarleikskólastjóri

 

X Loka
Var efnið á síðunni hjálplegt?