Mat á umhverfisáhrifum

Athugun Skipulagsstofnunar
5.000 tonna fiskeldi Landeldis ehf. innan lóða Laxabrautar 21, 23 og 25, Ölfusi 

Landeldi ehf. hefur tilkynnt til athugunar Skipulagsstofnunar frummats-skýrslu um 5.000 tonna fiskeldi Landeldis ehf. innan lóða Laxabrautar 21, 23 og 25, vestan Þorlákshafnar, Ölfusi.

Kynning á frummatsskýrslu:Tillaga að ofangreindri framkvæmd og skýrsla um mat á umhverfisáhrifum hennar liggur frammi til kynningar frá 3. febrúar til 17. mars 2020 á eftirtöldum stöðum: Bæjarskrifstofu Ölfuss, Bæjarbókasafni Ölfuss, Þjóðarbókhlöðunni og hjá Skipulags-stofnun. Frummatsskýrslan er aðgengileg á vef Skipulagsstofnunar www.skipulag.is.

Athugasemdafrestur: Allir geta kynnt sér frummatsskýrsluna og lagt fram athugasemdir. Athugasemdir skulu vera skriflegar og berast eigi síðar en 17. mars 2020 til Skipulagsstofnunar, Borgartúni 7b, 105 Reykjavík eða með tölvupósti á skipulag@skipulag.is.

Kynningarfundur: Vakin er athygli á að Landeldi ehf. stendur fyrir kynningarfundi á frummatsskýrslu fimmtudaginn 13. febrúar 2020 kl. 18:00 í Versölum, Ráðhúsi Ölfuss í Þorlákshöfn, allir velkomnir.

X Loka
Var efnið á síðunni hjálplegt?