Mies van der Rohe verðlaunin

mies-590x236
mies-590x236
Vigtarhúsið í Þorlákshöfn er eitt af þeim fimm íslensku verkum sem tilnefnd hafa verið til Mies van der Rohe verðlaunanna.

 

Mies van der Rohe verðlaunin

Verðlaun Evrópusambandsins og stofnunar í Barselónu sem kennd er við þýska arkitektinn Mies van der Rohe eru án vafa eftirsóttust allra viðurkenninga í byggingarlist í Evrópu. Verðlaunin sem eru veitt annað hvert ár voru fyrst veitt árið 1988 en þá hlaut þau portúgalski arkitektinn Álvaro Siza Vieira.

Í dómnefnd fyrir tilnefningar af Íslands hálfu fyrir árið 2011 sátu að þessu sinni arkitektarnir Jóhann Einarsson, Dagný Helgadóttir og Egill Guðmundsson. Nefndin ákvað að tilnefna nú eftirtalin fimm verk sem fulltrúa Íslands í keppninni:

Viktarhús í Þorlákshöfn

Höfundar: Yrki arkitektar og Mannvit hf.

Umsögn dómnefndar: Form, efnis- og litaval einstaklega samkvæmt tilgangi og staðsetningu, allur frágangur einnig til fyrirmyndar með tilliti til notkunar og starfsumhverfis.

Snæfellsstofa í Vatnajökulsþjóðgarði

Höfundar: Arkís arkitektar, Birgir Teitsson, Arnar Þór Jónsson, Lárus Guðmundsson.

Umsögn dómnefndar: Heildin brotin upp í ferli innanhúss án þess að missa áttir, dalir og gil eins og í náttúrunni, vekur upp forvitni og tilhlökkun um nánari kynni við þjóðgarðinn.

Sundlaug á Hofsósi

Höfundar Basalt arkitektar/VA arkitektar, Sigríður Sigþórsdóttir, Marcos Zotes Lopes, Rósa Dögg Þorsteinsdóttir, Jóhann Harðarson, Stefanía Sigfúsdóttir.

Umsögn dómnefndar: Lúrir í landinu mjög hæversk og kíkir út á hafið, tekur mikið tillit til allra í umgengni, legu og efnum.

Krikaskóli í Mosfellsbæ

Höfundar: Enrum arkitektar, Suðaustanátta.

Umsögn dómnefndar: Form og efnisleikur innandyra sem utan mjög í anda notenda og umhverfis, mýkt og huggulegheit í fyrirrúmi allsstaðar.

Einbýlishús í Garðabæ

Höfundar: Arkitektar Kurtogpí.

Umsögn dómnefndar: Grunnmynd tær og svolítið ævintýraleg með töluverða möguleika á inni- og útiveru, efnisval og frágangur í hávegum.

 

X Loka
Var efnið á síðunni hjálplegt?