Molta fyrir íbúa

Ákveðið hefur verið að bjóða íbúum sveitarfélagsins uppá Moltu.  Íbúar Ölfuss geta komið í þjónustumiðstöðina og náð sér í Moltu.  Moltan er í svörtum gámi á planinu fyrir framan þjónustumiðstöðina.  Ætlast er til að íbúar moki sjálfir á kerru.

Athugið að ekki er gert ráð fyrir að íbúar taki of mikið.  Hámark ein meðalstór kerra á heimili.

Molta er tilvalin til þess að setja td. ofan á trjábeð.

Þegar moltan er búin til hitnar hún mjög mikið og má því segja að hún sé gerilsneydd og án allra illgresisfræja.  Moltan samanstendur af lífrænum úrgangi s.s. elduðum matarleifum, ávöxtum, grænmeti og kurluðum trjágreinum.   Ferlið tekur um 4 mánuði og nær hitinn á ferlinu uppí 70°C.

Með bestu kveðju og von um að fólk nýti sér þetta.

Þjónustumiðstöð Sveitarfélagsins Ölfuss.

Ps.  Fólk er beðið um að ganga vel um þegar það sækir sér moltu og hreinsa upp eftir sig ef það sullast eitthvað niður.

X Loka
Var efnið á síðunni hjálplegt?