Mótmæli bæjarstjórnar Ölfuss

hsu489
hsu489
Mótmæli bæjarstjórnar Ölfuss

Á fundi bæjarstjórnar Ölfuss fimmtudaginn 7. október sl. var lögð fram eftirfarandi bókun vegna niðurskurðar í heilbrigðiskerfinu:

 

Á fundi bæjarstjórnar Ölfuss fimmtudaginn 7. október sl. var lögð fram eftirfarandi bókun vegna niðurskurðar í heilbrigðiskerfinu:

„Bæjarstjórn Ölfuss mótmælir harðlega þeim niðurskurði sem fyrirhugaður er í heilbrigðiskerfinu skv. fjárlagatillögum næsta árs þar sem horft er til þess að fjárframlög til sjúkrasviðs Heilbrigðisstofnunar Suðurlands muni þá lækka um 412 milljónir króna.

 

Gangi þessi fyrirætlan ríkisins eftir virðist sem ríkisvaldið sé með markvissum aðgerðum að ráðast með harkalegum hætti að öryggi og velferð Sunnlendinga og annarra sem nýta sér þjónustu Heilbrigðisstofnunar Suðurlands.

 

Vísvitandi misgerð af þessu tagi veldur grundvallarbreytingu á starfsemi HSU og mun draga óásættanlega mikið úr þeirri þjónustu sem unnt verður að veita skjólstæðingum stofnunarinnar sem í dag eru á annan tug þúsunda einstaklinga og eins og áður segir stefna heilsu og velferð þeirra í voða vegna skertrar grunnþjónustu í héraði“.  

 

X Loka
Var efnið á síðunni hjálplegt?