Móttaka listaverks eftir Erling Ævarr Jónsson, sunnudaginn 03. júní, kl. 15.30

Erlingur Ævarr Jónsson, fyrrverandi skipstjóri, hefur haft mikinn áhuga á að hanna  listaverk og gefa Sveitarfélaginu Ölfusi. Hann hefur nú þegar gefið sveitarfélaginu eitt, Dalakonuna, Auði djúpúðgu, við útsýnisskífuna. Það er því vel við hæfi að Sveitarfélagið Ölfus taki formlega á móti listaverki eftir Erling á sjálfan sjómannadaginn. Móttakan verður á sunnudaginn kl. 15.30 út við Hafnarnesvita.

Allir velkomnir.

X Loka
Var efnið á síðunni hjálplegt?